Calhanoglu í banni gegn Íslendingum

Hakan Calhanoglu, til vinstri.
Hakan Calhanoglu, til vinstri. AFP

Tyrkinn Hakan Calhanoglu, leikmaður ítalska liðsins AC Milan, tekur út leikbann þegar Tyrkland og Ísland eigast við í undankeppni HM í knattspyrnu í Eskisehir annað kvöld.

Rúmeninn Mircea Lucescu sem tók við þjálfun tyrkneska landsliðsins í ágúst tekur sömuleiðis út leikbann.

Rúmeninn var úrskurðaður í eins leiks bann af aganefnd FIFA í vikunni en hann var ósáttur við dómaraákvörðun í leik Tyrklands og Úkraínu í síðasta mánuði og mótmælti harðlega og þótti fara yfir strikið.

Emil Hallfreðsson er sömuleiðis í leikbanni en hann fékk sitt annað gula spjald í undankeppninni í sigurleiknum gegn Úkraínu í síðasta mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka