Erum ekki að fara í neitt umspil

Íslendingar fagna einu markanna í kvöld.
Íslendingar fagna einu markanna í kvöld. AFP

„Ég vissi að þetta væri í höfn hjá okkur þegar við skoruðum annað markið en það var gott að skora þriðja markið í byrjun seinni hálfleiks og rota Tyrkina þar með algjörlega,“ sagði Kári Árnason eftir sigurinn gegn Tyrkjum í kvöld en Kári innsiglaði frábæran sigur íslenska liðsins þegar hann skoraði þriðja markið.

„Við byrjuðum leikinn mjög sterkt og við vorum með gott varnarskipulag sem hélt allan leikinn. Við erum með menn sem vinna þvílíka vinnu fyrir framan og okkur og þessi sigur var liðsheildarinnar. Nú erum við komnir í sterka stöðu og ætlum að klára dæmið á mánudaginn. Við verðum að vera einbeittir og kláir í þann leik. Við erum ekki að fara í neitt umspil,“ sagði Kári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka