Arna Sif til Berglindar í Verona

Arna Sif er mætt til Verona.
Arna Sif er mætt til Verona. Ljósmynd/Heimasíða Verona

Arna Sif Ásgrímsdóttir, landsliðsmaður í knattspyrnu, er gengin í raðir Verona frá Ítalíu. Hún kemur til félagsins frá Val þar sem hún hefur verið síðustu tvö tímabil. 

Berglind Björg Þorvaldsdóttir samdi við Verona í síðasta mánuði. Arna hefur leikið tólf A-landsleiki en hún er 25 ára gömul. Hún var í landsliðshópi íslenska landsliðsins á EM í Hollandi en kom ekki við sögu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert