Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson og landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson settu Cristiano Ronaldo í fyrsta sæti á atkvæðaseðil sinn í kjörinu á knattspyrnumanni ársins hjá FIFA sem lýst var í Lundúnum í kvöld.
Heimir setti Ronaldo í 1. sæti, Neymar í 2. sæti og ítalska markvörðinn Gianluigi Buffon í 3. sæti.
Aron Einar setti Ronaldo í 1. sæti, Neymar í 2. sæti og Króatann Luka Modric í 3.sæti.
Víðir Sigurðsson íþróttaritstjóri Morgunblaðsins og mbl.is tók einnig þátt í kjörinu. Víðir setti Lione Messi í 1. sæti, Cristiano Ronaldo í 2. sæti og Luis Suárez í 3. sæti.