Rúnar Alex Rúnarsson átti sannkallaðan stórleik í marki Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni og varði meðal annars vítaspyrnu í 4:1-sigri gegn AGF í gærkvöldi.
„Ég er bara ánægður að hafa getað hjálpað liðinu í dag. Á öðrum dögum eru það þeir sem hjálpa mér. Svona á þetta að vera. Við vinnum sem lið og töpum sem lið,” sagði Rúnar Alex við heimasíðu Nordsjælland.
Rúnar Alex átti nokkrar stórbrotnar vörslur í leiknum eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði þar sem einnig má sjá þegar hann varði vítaspyrnuna.
What a performance tonight @runaralex 🇮🇸🙌👌 #TeamTotalFootball pic.twitter.com/ZH7AZqwvBu
— Total Football (@totalfl) October 27, 2017