Rúnar Alex með stórleik (myndskeið)

Rúnar Alex Rúnarsson.
Rúnar Alex Rúnarsson. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Rúnar Alex Rúnarsson átti sannkallaðan stórleik í marki Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni og varði meðal annars vítaspyrnu í 4:1-sigri gegn AGF í gærkvöldi.

„Ég er bara ánægður að hafa getað hjálpað liðinu í dag. Á öðrum dög­um eru það þeir sem hjálpa mér. Svona á þetta að vera. Við vinn­um sem lið og töp­um sem lið,” sagði Rún­ar Alex við heimasíðu Nord­sjæl­land.

Rúnar Alex átti nokkrar stórbrotnar vörslur í leiknum eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði þar sem einnig má sjá þegar hann varði vítaspyrnuna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert