Sögulegt jafnrétti í Noregi

María Þórisdóttir er dóttir Þóris Hergeirssonar og leikur með norska …
María Þórisdóttir er dóttir Þóris Hergeirssonar og leikur með norska liðinu. Hún mun fá góða launahækkun með landsliðinu. Ljósmynd/Sindri Sverrisson

Norska knattspyrnusambandið hefur náð samkomulagi um að karla- og kvennalandslið þjóðarinnar fái sömu bónusgreiðslur fyrir landsliðsverkefni sín frá og með næsta ári.

Launakostnaður kvennaliðsins hækkar um 2,5 milljónir norskra króna á næsta ári, rúmlega 31 milljón króna, á meðan laun karlalandsliðsins hækka um 550.000 norskar krónur, rúmlega níu milljónir króna, og verða þau þar með jöfn. 

„Þetta samkomulag er einstakt í heiminum. Það er mjög jákvætt að Noregur er frumkvöðull í þessum málum. Kvennalandsliðið á skilið sömu laun,“ sagði Pål Bjerketvedt, stjórnarmaður norska sambandsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert