Frederik Schram framlengir við Roskilde

Frederik Schram við undirskriftina.
Frederik Schram við undirskriftina. Ljósmynd/FC Roskilde

Íslenski landsliðsmarkmaðurinn Frederik Schram skrifaði í dag undir nýjan samning við danska B-deildarfélagið Roskilde. Frederik er á sínu þriðja tímabili með danska félaginu og hefur hann leikið 49 leiki með liðinu. 

„Við erum hæstánægðir með að Schram hafi ákveðið að framlengja samning sinn við Roskilde. Við fengum hann frá Vestsjælland þar sem hann var varamarkmaður, en hann hefur spilað vel með okkur. Svo vel að hann verður í íslenska landsliðshópnum sem fer til Indónesíu í janúar," sagði Anders Theil, yfirmaður knattspyrnumála hjá Roskilde. 

„Ég er mjög ánægður með að framlengja við Roskilde. Við höfum bætt okkur mikið á tæpum tveimur árum sem ég hef verið hérna og ég hlakka til að vera hluti af metnaðarfullu umhverfi félagsins," sagði Frederik sem er 22 ára gamall og hefur ávallt leikið í Danmörku.

Markmaðurinn lék sinn fyrsta og eina landsleik til þessa gegn Mexíkó í febrúar á þessu ári. Hann er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Indónesíu í tveimur leikjum í janúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert