Zidane náði miður skemmtilegu afreki

Zinedine Zidane.
Zinedine Zidane. AFP

Zinédine Zidane, knattspyrnustjóri Evrópumeistara Real Madrid í knattspyrnu, náði miður skemmtilegu afreki þegar liðið tapaði fyrir erkifjendum sínum í Barcelona í hinum svokallaða El Clásico í spænsku 1. deildinni í gær.

Barcelona vann leikinn 3:0 og varð Zidane um leið fyrsti stjórinn í sögu Real sem tapar tvisvar í röð á heimavelli fyrir Barcelona, en viðureignir liðanna eru jafnan hápunktur spænskrar knattspyrnu hvert tímabil.

Þegar liðin mættust síðast í deildaleik á heimavelli Real Madrid, í apríl á síðasta tímabili, vann Barcelona 3:2-sigur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert