Hermann aðstoðar James í Indlandi

Hermann Hreiðarsson stýrir hér Fylki í leik liðsins gegn Þór/KA …
Hermann Hreiðarsson stýrir hér Fylki í leik liðsins gegn Þór/KA í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu síðasta sumar. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum mbl.is er Hermann Hreiðarssson á leið til Indlands að skrifa undir samning þess efnis að hann muni aðstoða David James, fyrrum liðsfélaga sinn hjá Portsmouth og ÍBV, við þjálfun indverska knattspyrnuliðsins Ker­ala Bla­sters sem leikur í indversku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla. 

James tók við stjórnartaumunum hjá Kerala Blasters í vikunni, en hann leysti af hólmi Rene Meu­len­steen, fyrr­ver­andi þjálf­ara hjá Manchester United. Með liðinu leika meðal annars Dimit­ar Ber­batov og Wes Brown. James lék 12 leiki með Kerala Blasters árið 2014.

Kerala Blasters hefur farið brösuglega af stað í deildinni á yfirstandandi leiktíð, en liðið er í áttunda sæti deildarinnar af tíu liðum þegar átta umferðir hafa verið leiknar. Nú er að sjá hvort James og Hermanni tekst að snúa taflinu við. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert