Brøndby er komið í átta liða úrslit dönsku bikarkeppninnar í fótbolta eftir 1:0-sigur á FC Kaupmannahöfn á útivelli í 16-liða úrslitunum í dag. Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn fyrir Brøndby.
Kamil Wilczek skoraði sigurmarkið á 33. mínútu. Hjörtur fékk gult spjald á 21. mínútu, en var skynsamur í sínum leik eftir það. Brøndby hefur ekki tapað leik síðan 20. ágúst á síðasta ári og er í 2. sæti dönsku deildarinnar, stigi á eftir Midtjylland.