Ætlar að taka Suárez með til Chelsea

Luis Suárez.
Luis Suárez. AFP

Luis Suárez mun ganga í raðir Chelsea næsta sumar fari það svo að Luis Enrique taki við taumunum sem knattspyrnustjóri félagsins.

Eins og mbl.is greindi frá í dag er Antonio Conte, núverandi stjóri Chelsea, orðinn mjög valtur í sessi eftir tvö slæm töp í röð í deildinni gegn Bournemouth og Watford. Að því er fram kemur í spænska blaðinu Sport er Enrique tilbúinn að taka við Lundúnaliðinu og liggur tveggja og hálfs árs samningur klár á borðinu og samkvæmt fregnum yrði hans fyrsta verk að lokka Luis Suárez með sér til Chelsea.

Hinn 31 árs gamli Suárez lék undir stjórn Enrique hjá Barcelona en saman unnu þeir spænska meistaratitilinn í tvígang, bikarinn þrisvar sinnum og Meistaradeild Evrópu árið 2015.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert