Blikar léku ÍR-inga afar grátt

Arnþór Ari Atlason og Gísli Eyjólfsson voru á skotskónum fyrir …
Arnþór Ari Atlason og Gísli Eyjólfsson voru á skotskónum fyrir Breiðablik í sigri liðsins gegn ÍR í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Breiðablik skellti ÍR með sex mörkum gegn engu í leik liðanna í fyrstu umferð í riðli 2 í A-deild í Lengjubikarnum í knattspyrnu karla í Fífunni í Kópavogi í dag.

Gísli Eyjólfsson skoraði þrennu fyrir Breiðablik og Arnþór Ari Atlason skoraði tvö mörk fyrir Kópavogsliðið. Viktor Örn Margeirsson og Arnór Gauti Ragnarsson skoruðu síðan sitt markið hvor fyrir Blika. 

KR hafði betur, 2:1, gegn Þrótti Reykjavík í fyrsta leik riðilsins í Egilshöllinni í Grafarvogi í gærkvöldi. KA og Magni Grenivík mætast í síðasta leiknum í fyrstu umferð riðilsins í Boganum á Akureyri á morgun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka