Arnór skaut Malmö í úrslit

Arnór Ingvi skoraði sigurmark Malmö.
Arnór Ingvi skoraði sigurmark Malmö. Ljósmynd/Twitter-síða Malmö

Arnór Ingvi Traustason og liðsfélagar hans hjá Malmö eru komnir í úrslitaleik sænska bikarsins í fótbolta eftir 1:0-sigur á Östersund í undanúrslitunum í dag. Arnór skoraði sigurmarkið á 80. mínútu.

Arnór var í byrjunarliðinu og var tekinn af velli á 89. mínútu, en markið var hans fyrsta fyrir Malmö. Arnór og félagar mæta AIK eða Djurgarden í úrslitaleik, en þau mætast í hinum undanúrslitaleiknum á morgun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert