Rúrik Gíslason skoraði annað mark Sandhausen í þýsku B-deildinni í knattspyrnu sem tapaði á svekkjandi hátt gegn Bochum.
Liðið komst í 2:0 eftir 24. mínútur með marki Rúriks en aðeins tveimur mínútum síðar minnkaði Lukas Hinterseer muninn. Hann skoraði svo tvö mörk í síðari hálfleik, fullkomnaði þrennuna og tryggði Bochum sigurinn.
Sandhausen hefur 36 stig í 8. sæti og er átta stigum frá Holstein Kiel í umspilssæti um að komast upp um deild. 27 umferðir eru búnar af 34.