Rúnar Már í liði vikunnar

Rúnar Már Sigurjónsson.
Rúnar Már Sigurjónsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnumaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson hefur leikið mjög vel með svissneska liðinu St. Gallen að undanförnu og skorað í þremur af síðustu fjórum leikjum sínum.

Hann hefur skorað þrjú mörk í sjö leikjum sínum með liðinu. Eitt markanna var fallegt mark beint úr aukaspyrnu og annað skot lengst utan af velli upp í samskeytin. St. Gallen hefur auk þess unnið fimm leiki í röð í svissnesku úrvalsdeildinni. 

Rúnar Már er í liði vikunnar hjá Blick, í annað skiptið í síðustu þremur umferðum. Frammistaðan hans gegn Grasshopper um helgina vakti athygli, en hann skoraði fyrra mark liðsins í 2:1-sigri, gegn liðinu sem hann er samningsbundinn. 

Grasshopper lánaði Rúnar til St. Gallen um áramótin og vandaði Rúnar knattspyrnustjóra Grasshopper ekki kveðjurnar í viðtali eftir leikinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert