Sigurði Ragnari sagt upp störfum

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, kínverskur aðstoðarmaður, Dean Martin aðstoðarþjálfari, Halldór Björnsson …
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, kínverskur aðstoðarmaður, Dean Martin aðstoðarþjálfari, Halldór Björnsson aðstoðarþjálfari.

Sigurði Ragnari Eyjólfssyni var í morgun sagt upp störfum sem þjálfara kínverska kvennalandsliðsins í knattspyrnu en hann tók við þjálfun þess í nóvember 2017 og var þá ráðinn til þriggja ára.

Sömuleiðis var öllu þjálfarateymi hans sagt upp en í því voru m.a. aðstoðarþjálfararnir Halldór Björnsson og Dean Martin.

Sigurður sendi frá sér eftirfarandi tilkynningu fyrir stundu:

<em>Í dag tilkynnti kínverska knattspyrnusambandið um ráðningu á nýjum A-landsliðsþjálfara kvenna.  Að mati yfirmanna knattspyrnusambandsins voru úrslit og frammistaða liðsins ekki í samræmi við væntingar þeirra og þvi var mér, þjálfarateyminu og öllum starfsmönnum liðsins sagt upp störfum.</em><br/><br/><em>Ég hefði að sjálfsögðu kosið að fá meiri þolinmæði til verksins en tæplega 6 mánuði enda tekur lengri tíma en það að mínu mati að byggja upp nýtt landslið en því miður fengum við ekki þolinmæði til þess. Við þjálfararnir erum mjög stoltir af að hafa komið Kína í lokakeppni heimsmeistaramótsins 2019 og að hafa unnið til bronsverðlauna í lokakeppni Asíu (Asian Cup) 2018 í okkar síðasta leik sem landsliðsþjálfarar.</em><br/><br/><em>Af síðustu 6 landsleikjum okkar unnum við 5.  Við göngum því stoltir frá borði og hlökkum til að takast á við ný spennandi verkefni hvar sem þau verða og erum klárlega reynslunni ríkari og betri þjálfarar eftir dvölina og ævintýrið okkar stórkostlega í Kína.</em>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert