Vorum ekki viðbúnir þessu

Florentino Perez og Zinedine Zidane á fréttamannafundinum í dag.
Florentino Perez og Zinedine Zidane á fréttamannafundinum í dag. AFP

Florentino Perez, forseti spænska knattspyrnufélagsins Real Madrid, segir að stjórnarmenn félagsins hafi ekki átt  von á þeim tíðindum að Zinedine Zidane myndi hætta störfum sem knattspyrnustjóri félagsins.

Zidane boðaði til fréttamannafundar í morgun og tilkynnti núna um ellefuleytið að hann væri hættur störfum.

Perez sagði við fréttamenn á fundinum að félagið hafi ekki verið undir þessar fréttir búið og hefðu ekki skýra sýn á hver ætti að taka við af Frakkanum.

Þeir Mauricio Pochettino knattspyrnustjóri Tottenham og Joachim Löw landsliðsþjálfari Þjóðverja voru báðir orðaðir við Real Madrid fyrir nokkru en báðir hafa þeir nýliða skrifað undir nýja samninga um framhald á sínum störfum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert