Gi­anluigi Buffon genginn í raðir PSG

Gi­anluigi Buffon.
Gi­anluigi Buffon. AFP

Markmaðurinn Gi­anluigi Buffon hefur gengið til liðs við knattspyrnufélagið PSG í Frakklandi en hann var samningslaus eftir 17 ára veru hjá Juventus á ítalíu.

Buffon er 40 ára gamall og hafði spilað 656 leiki fyrir Juventus frá árinu 2001 en þar varð hann ítalskur meistari níu sinnum. Honum var boðið starf í þjálfarateymi Juventus en ákvað frekar að halda áfram að spila og róa á önnur mið.

Hann hef­ur spilað 176 leiki fyr­ir ít­alska landsliðið en hann lagði landsliðshansk­ana á hill­una síðasta haust eft­ir tap gegn Sví­um í um­spili um laust sæti á HM í Rússlandi.

Samningur Buffon við frönsku meistarana er til eins árs með mögulegri framlengingu á auka ári. Hann hefur aldrei leikið utan Ítalíu en hann hóf ferilinn hjá Parma árið 1995.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert