Undir mér sjálfum komið að nýta tækifærin

Böðvar Böðvarsson með Jagiellonia Bialystok.
Böðvar Böðvarsson með Jagiellonia Bialystok. Ljósmynd/Kamil Swirydowicz

Böðvari Böðvarssyni, leikmanni Jagiellonia Bialystok, líður vel í Póllandi og hefur hann verið að æfa sig í pólskunni þótt hann sé ekki orðinn reiprennandi í tungumálinu ennþá. Hann gekk til liðs við pólska knattspyrnufélagið í febrúar á þessu ári en fékk fá tækifæri með liðinu á síðustu leiktíð. Böðvar var að keyra heim af æfingu liðsins þegar Morgunblaðið heyrði í honum og er hann spenntur fyrir komandi tímabili í pólsku úrvalsdeildinni, sem hófst um helgina, en hann viðurkennir að undirbúningstímabilið hafi tekið ansi mikið á.

„Þetta hefur verið ansi strangt undirbúningstímabil hjá okkur. Við fórum í tvær æfingaferðir innan Póllands og við erum búnir að spila sjö æfingaleiki á undanförnum vikum þannig að álagið hefur verið mikið. Þetta hefur hins vegar gengið vel hjá mér og loksins er þetta að byrja núna á föstudaginn.“

Böðvar kom aðeins við sögu í þremur leikjum með Jagiellonia Bialystok á síðustu leiktíð en hann tók þátt í öllum leikjum liðsins á undirbúningstímabilinu og vonast til þess að fá fleiri tækifæri á leiktíðinni sem er að hefjast.

Sjáðu viðtalið við Böðvar í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert