Osorio hættur sem landsliðsþjálfari Mexíkó

Juan Carlos Osorio á hliðarlínunni í Rússlandi í sumar.
Juan Carlos Osorio á hliðarlínunni í Rússlandi í sumar. AFP

Juan Carlos Osorio hefur ákveðið að hætta sem landsliðsþjálfari Mexíkó í knattspyrnu eftir að hafa hafnað nýjum samningi knattspyrnusambandsins þar í landi.

Osorio tók við Mexíkó í nóvember 2015 og kom liðinu á heimsmeistaramótið í Rússlandi nú í sumar þar sem það tapaði gegn Brasilíu í 16-liða úrslitum. Undir stjórn Osorio vann Mexíkó 33 leiki af 52 og hafa ekki margir þjálfarar liðsins á undanförnum áratugum náð svo góðu sigurhlutfalli.

Íslenska landsliðið varð að sætta sig við 3:0-tap gegn Mexí­kó undir stjórn Osorio í vináttu­leik í Santa Cl­ara í Kali­forn­íu fyrr á árinu er bæði lið voru að undirbúa sig fyrir HM.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert