Vilhjálmur dæmir í Evrópukeppni

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson.
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dæmir leik Lillestrøm og LASK Linz í forkeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta annað kvöld. Honum til aðstoðar verða þeir Gylfi Már Sigurðsson og Bryngeir Valdimarsson. Fjórði dómari er Ívar Orri Kristjánsson.

Leikurinn fer fram á heimavelli Lillestrøm í Noregi. Arnór Smárason gekk á dögunum í raðir Lillestrøm, en hann er ekki í leikmannahópi liðsins í leiknum þar sem hann var ekki orðinn leikmaður liðsins þegar fyrri leikurinn var spilaður. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert