Hamrén að taka við landsliðinu

Erik Hamrén er að taka við íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu.
Erik Hamrén er að taka við íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu. AFP

Sænski knattspyrnuþjálfarinn Erik Hamrén er að taka við íslenska karlalandsliðinu en þetta staðfesti hans fyrrverandi félag, Mamelodi Sundowns, á samfélagsmiðlinum Twitter í kvöld. Hamrén hefur starfað sem yfirmaður íþróttamála hjá suðurafríska félaginu síðan í janúar á þessu ári.

Sænski miðillinn Fotbollskanalen staðfesti einnig í kvöld að Hamrén væri að taka við íslenska landsliðinu en hann hefur verið sterklega orðaður við þjálfarastöðuna eftir að Heimir Hallgrímsson tilkynnti að hann yrði ekki áfram með liðið.

„Mamelodi Sundowns tillkynnir hér með að yfirmaður íþróttamála hjá félaginu, Erik Hamrén, hefur verið leystur undan samningi sínum til þess að taka við íslenska landsliðinu sem tók þátt á HM í Rússlandi í sumar. Við viljum nota þetta tækifæri og þakka honum fyrir hans störf hjá félaginu og við óskum honum alls hins besta á nýjum vettvangi,“ segir í fréttatilkynningu frá suðurafríska félaginu.

Ham­ren er 61 árs og hef­ur víða komið að sem þjálf­ari. Hann varð Nor­egs­meist­ari með Rosen­borg árin 2009 og 2010 og gerði þar áður Ála­borg að dönsk­um meist­ur­um árið 2008. Hann var svo þjálf­ari sænska landsliðsins árin 2012 til 2016 og tók þátt í tveim­ur Evr­ópu­meist­ara­mót­um með þeim, 2012 og 2016.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert