Þorvaldur dæmir í Lettlandi

Þorvaldur Árnason.
Þorvaldur Árnason. mbl.is/Árni Sæberg

Þorvaldur Árnason dæmir leik FK Spartaks Jurmala frá Lettlandi gegn FK Suduva frá Litháen í Evrópudeildinni í fótbolta, en leikurinn fer fram í Riga í Lettlandi 9. ágúst.

Honum til aðstoðar verða þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Birkir Sigurðarson. Fjórði dómari er Þóroddur Hjaltalín.

Þorvaldur dæmdi leik The New Saints (TNS) frá Wales og Lincoln Red Imps frá Gíbralt­ar í síðustu umferð ásamt því að hann hafi verið fjórði dómari í undankeppni Meistaradeildarinnar fyrr á tímabilinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert