Leikmenn úr C-deildinni leika fyrir Danmörku

Kasper Schmeichel er ekki í danska landsliðshópnum að þessu sinni.
Kasper Schmeichel er ekki í danska landsliðshópnum að þessu sinni. AFP

John „Faxe“ Jensen mun stýra danska knattspyrnulandsliðinu í vináttuleik á móti Slóvakíu á morgun og í fyrsta leik Dana í þjóðadeildinni gegn Wales um helgina. Leikmenn úr neðri deildum Danmerkur koma svo til með að spila leikina. 

Leikmannasamtökin í Danmörku og danska knattspyrnusambandið hafa ekki komist að samkomulagi varðandi greiðslu leikmanna og hafa þeir því neitað að spila leikina. Aage Hereide landsliðsþjálfari hefur einnig samþykkt að stíga til hliðar á meðan málið er óleyst. 

Leikmenn úr dönsku C-deildinni verða í hópnum og einnig leikmenn sem eru í futsal-landsliði þjóðarinnar, eða innanhússfótbolta. Hér að neðan má sjá þennan afar áhugaverða landsliðshóp og lítið þekkt félög leikmanna í sviga. 

Markverðir:
Morten Bank (Avarta)
Christoffer Haagh (Jægersborg)

Varnarmenn:
Christian Bannis (Tarup-Paarup)
Mads Priisholm Berfelsen (Tarup-Paarup)
Christian Bommelund Christensen (Jægersborg)
Victor Hansen (Frederikssund)
Nicolaj Johansen (Vanlöse)
Daniel Nielsen (Vanlöse)
Kasper Skræp (Tarup-Paarup)

Miðjumenn:
Rasmus Gaudin (Vanlöse)
Adam Fogt (Kastrup)
Anders Hunsballe (Greve)
Oskar Höjbye (Vanlöse)
Christopher Jakobsen (Hilleröd)
Rasmus Johanson (Hellerup)
Kevin Jörgensen (Jægersborg)
Kasper Kempel (Skovshoved)
Simon Vollesen (Skjold Birkeröd)

Sóknarmenn:
Anders Fönss (Tarup-Paarup)
Troels Cillius Nielsen (Skjold Birkeröd)
Christian Offenberg (Avarta)
Daniel Holm Sörensen (Skovshoved)
Louis Veis (Jægersborg) 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert