Vilhjálmur Alvar dæmir í Þjóðadeildinni

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson.
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson mun dæma viðureign Andorra og Kasakstans í D-deild Þjóðadeildar UEFA í knattspyrnu.

Leikurinn fer fram í Andorra á mánudaginn. Andorra gerði markalaust jafntefli við Letta á útivelli í gærkvöld en Kasakstan tapaði á heimavelli fyrir Georgíu 2:0.

Honum til aðstoðar verða Jóhann Gunnar Guðmundsson og Birkir Sigurðarson. Fjórði dómari er Frosti Viðar Gunnarsson og endalínudómarar þeir Þóroddur Hjaltalín og Ívar Orri Kristjánsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert