María Þórisdóttir skoraði fyrir ensku meistarana Chelsea í dag þegar liðið vann þægilegan útisigur gegn Sarajevo í Bosníu, 5:0, í Meistaradeild kvenna í knattspyrnu.
María, sem er landsliðskona Noregs og dóttir Þóris Hergeirssonar, þjálfara norska kvennalandsliðsins í handknattleik, skoraði þriðja mark Chelsea í leiknum í dag á 36. mínútu en hún spilaði allan leikinn í vörn Lundúnaliðsins sem á næsta víst sæti í sextán liða úrslitum keppninnar.