Jón Dagur fær mikið hrós

Jón Dagur Þorsteinsson í leik með U21 árs landsliðinu á …
Jón Dagur Þorsteinsson í leik með U21 árs landsliðinu á dögunum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jón Dag­ur Þor­steins­son, ung­linga­landsliðsmaður í knatt­spyrnu, fær mikið hrós frá sínum nýja þjálfara hjá Vendsyssel í Danmörku eftir frammistöðu sína um helgina. Hann var þá í fyrsta sinn í byrjunarliðinu og lagði upp mark í 1:1 jafntefli.

„Við vitum að hann er ungur en við sáum í leiknum hvað hann getur gefið liðinu. Hann er erfiður við að eiga og er mjög fær í að sækja á menn einn á einn. Svo er hann með frábæra spyrnugetu í báðum fótum. Hann vinnur einnig mjög vel varnarlega. Hann er ekki sá hávaxnasti en fer óhræddur í skallaeinvígi svo það sést að hann hefur spilað á Englandi. Það verður mjög spennandi að fylgjast með honum, hann hefur mikla möguleika og leggur hart að sér,“ sagði Jens Berthel Askou þjálfari um Jón Dag við Bold.

Jón Dag­ur var að spila sinn ann­an leik fyr­ir Vend­syssel síðan hann var lánaður þangað frá Ful­ham á Englandi und­ir lok síðasta mánaðar. Hann hef­ur þótt spila vel með varaliði Ful­ham en hef­ur ekki fengið tæki­færi í móts­leikj­um með aðalliðinu. Hann er 19 ára gam­all og hef­ur verið fastamaður í U21 árs landsliði Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert