Knattspyrnudómarinn Helgi Mikael Jónasson var í eldlínunni í Svíþjóð í gær, en um er að ræða verkefni um norræn dómaraskipti knattspyrnusambanda Norðurlandanna.
Helgi dæmdi leik Falkenberg og Jönköping Södra í sænsku B-deildinni, en auk hans var Gylfi Tryggvason annar aðstoðardómara leiksins.
Falkenberg vann leikinn 2:0, en síðara markið kom úr vítaspyrnu sem Helgi dæmdi þegar skammt var til leiksloka.