Heimir og lærisveinar stefna á stigametið

Heimir Guðjónsson.
Heimir Guðjónsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Heimir Guðjónsson og strákarnir hans í HB stefna nú að því að slá nýtt stigamet í færeysku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og þeir hafa öll tök á að gera það.

HB fagnaði á dögunum meistaratitlinum og í gær hélt liðið sigurgöngu sinni áfram. HB skellti EB/Streymur 3:0 á útivelli og er með 14 stiga forskot á toppi deildarinnar.

HB er með 64 stig en stigametið er í eigu B36 sem fékk 67 stig árið 2011. Níu stig eru enn þá eftir í pottinum.

Heimir tók við liði HB fyrir tímabilið og á dögunum framlengdi hann samning sinn við færeysku meistarana og er samningsbundinn þeim út næstu leiktíð. Tveir Íslendingar leika með HB, Brynjar Hlöðversson og Grétar Snær Gunnarsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert