Messi fór með til Mílanó

Lionel Messi.
Lionel Messi. AFP

Lionel Messi verður að öllum líkindum í leikmannahópi Spánarmeistara Barcelona þegar þeir sækja Inter heim í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu annað kvöld.

Messi hefur verið frá keppni frá því hann handarbrotnaði í leik á móti Sevilla 20. október en Argentínumaðurinn fór með liðinu til Mílanó. Læknar eiga þó enn eftir að gefa honum grænt ljós á að spila en hann hefur æft með Katalóníuliðinu síðustu dagana.

Barcelona hefur unnið alla fjóra leiki sína án Messis og þar á meðal hafði liðið betur á móti Inter á heimavelli í Meistaradeildinni en Börsungar hafa unnið alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni og eru þremur stigum á undan Inter.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert