Finninn Sami Hyypiä, fyrrverandi leikmaður Liverpool, gæti orðið næsti þjálfari sænska úrvalsdeildarliðsins Kalmar.
Nanne Bergstrand mun láta af störfum sem þjálfari Kalmar þegar samningur hans rennur út um áramótin og að því er fram kemur í sænska blaðinu Kvällposten kemur Hyypiä sterklega til greina að taka við þjálfun Kalmar og hafa forráðamenn félagsins rætt við Finnann.
Hyypiä, sem varð Evrópumeistari með Liverpool árið 2005 og lék í 10 ár með liðinu, var síðast þjálfari hjá svissneska liðinu FC Zürich en hann hefur einnig þjálfað enska liðið Brighton og þýska liðið Bayer Leverkusen.