Arnór byrjar í Meistaradeildinni í kvöld

Arnór Sigurðsson með boltann í Róm.
Arnór Sigurðsson með boltann í Róm. AFP

Arnór Sigurðsson er í byrjunarliði CSKA Moskva sem tekur á móti tékkneska liðinu Vikt­oria Plzen í næst síðustu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu en flautað verður til leiks í Moskvu klukkan 20.

Arnór lék ekki með CSKA Moskva í deildinni um síðustu helgi vegna meiðsla en Skagamaðurinn hefur hrist af sér meiðslin og er klár í slaginn í kvöld. Arnór skoraði mark rússneska liðsins í 2:1 gegn Roma í síðustu umferð og var það jafnframt fyrsta mark hans í Meistaradeildinni. Hörður Björgvin Magnússon fékk rautt spjald í þeim leik og hann tekur út leikbann í kvöld.

Liðið á enn veika von um sæti í 16-liða úr­slit­um Meist­ara­deild­ar með sigri í kvöld en Real Madrid og Roma eru með 9 stig, CSKA 4 og Vikt­oria eitt.

CSKA þyrfti að sigra Real Madrid öðru sinni, á Santiago Berna­béu, til að kom­ast upp fyr­ir Evr­ópu­meist­ar­ana, sem auk þess þyrftu að tapa gegn Roma í kvöld.

En liðin sem enda í þriðja sæti riðlanna í Meist­ara­deild­inni fara yfir í út­slátt­ar­keppni Evr­ópu­deild­ar­inn­ar og þann áfanga geta Hörður og Arn­ór gull­tryggt með sigri á Tékk­un­um í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert