Stam kominn með starf

Jaap Stam.
Jaap Stam. AFP

Jaap Stam, fyrrverandi miðvörður Manchester United, var í dag ráðinn þjálfari hollenska liðsins Zwolle.

Stam tekur við starfinu af John van 't Schip og er samningur hans til 18 mánaða. Zwolle er í bullandi fallbaráttu en liðið er í 16. sæti af 18 liðum í deildinni. Stam hóf sinn atvinnumannaferil með Zwolle en hann lék með Manchester United frá 1998-2001.

Stam var rekinn frá enska B-deildarliðinu Reading í mars á þessu ári en hann tók við stjórastarfinu hjá félaginu í júní 2016.

 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert