Real Madrid ætlar að sekta Bale

Gareth Bele.
Gareth Bele. AFP

Real Madrid ætlar að sekta Gareth Bale en forráðamenn Evrópumeistaranna eru ekki sáttir við framkomu Wales-verjans í garð félagsins.

Bale er á sjúkralistanum en hann fylgdist með leik sinna manna gegn Real Sociedad úr áhorfendastúkunni á Santiago Bernabeu á sunnudaginn þegar Real Madrid varð að sætta sig við 2:0 tap.

Bale ákvað að yfirgefa leikvanginn 12 mínútum fyrir leikslok, fimm mínútum áður en gestirnir bættu öðru markinu við. Bale sást aka í burtu frá vellinum og birtust myndskeið af því á netinu. Stuðningsmenn Real Madrid voru mjög ósáttir við þessa framkomu Bale og nú herma fréttir að félagið ætli að sekta hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert