Sex tilboð komin í Viðar

Viðar Örn Kjartansson í leik með Rostov.
Viðar Örn Kjartansson í leik með Rostov. Ljósmynd/fc-rostov.ru

Knattspyrnumaðurinn Viðar Örn Kjartansson er að öllum líkindum á leið frá rússneska félaginu Rostov sem lánsmaður næstu þrjá til fjóra mánuðina.

Viðar staðfesti við Morgunblaðið í gær að Rostov væri búið að fá tilboð í hann um lánssamning frá sex félögum í þremur löndum, Svíþjóð, Kasakstan og Bandaríkjunum.

Þar eiga m.a. í hlut Djurgården í Stokkhólmi, Astana í Kasakstan og New York City í bandarísku MLS-deildinni. Deildirnar í Kasakstan og Bandaríkjunum eru nýbyrjaðar og í Svíþjóð hefst keppni um mánaðamótin.

„Sterk lið hérna í Rússlandi og í Tyrklandi vildu fá mig í janúar en ég gat ekki farið þangað samkvæmt reglum vegna þess að það má ekki spila með þremur liðum á sama tímabilinu. Ég get hinsvegar farið til þessara þriggja landa þar sem nýtt tímabil í þeim er að hefjast eða er hafið á árinu 2019,“ sagði Viðar við Morgunblaðið í gær.

Rostov keypti hann af Maccabi Tel Aviv í haust en Viðar hefur fengið sárafá tækifæri með liðinu. Hann hefur komið við sögu í átta deildarleikjum af tólf frá þeim tíma og einu sinni verið í byrjunarliðinu. Í rússnesku bikarkeppninni hefur Viðar hinsvegar skorað tvö mörk fyrir liðið.

Sjá alla greinina í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert