Svava Rós Guðmundsdóttir átti frábæran leik fyrir Kristianstad sem tók á móti Limhamn Bunkeflo í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag. Kristianstad vann öruggan sigur, 5:1, en Svava skoraði fyrsta mark leiksins strax á fimmtu mínútu og lagði upp þá lagði hún upp þriðja mark leiksins fyrir Önnu Welin.
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir byrjaði á varamannabekk Kristinstad í dag en hún kom inn á sem varamaður í hálfleik og var ekki að lengi að láta að sér kveða. Hún skoraði fjórða mark Kristianstad á 63. mínútu. Sif Atladóttir var í byrjunarliði Kristianstad í leiknum og en varskipt af velli á 61. mínútu. Svava Rós fór af velli á 83. mínútu en Andrea Thorisson kom inn á sem varamaður hjá Limhamn Bunkeflo á 76. mínútu.
Þá lék landsliðsmiðvörðuinn Glódís Perla Viggósdóttir allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Rosengård gegn sínum gömlu félögum í Eskilstuna en Rosengård vann 1:0-sigur þar sem að Nathalie Björn skoraði sigurmark leiksins í uppbótartíma.