Hazard velur Dortmund

Thorgan Hazard er að ganga til liðs við Borussia Dortmund.
Thorgan Hazard er að ganga til liðs við Borussia Dortmund. AFP

Knattspyrnumaðurinn Thorgan Hazard ætlar sér að ganga til liðs við þýska 1. deildarfélagið Borussia Dortmund en það eru þýskir fjölmiðlar sem greina frá þessu. Hazard hefur verið orðaður við enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool að undanförnu en hann spilar í dag fyrir Borussia Mönchengladbach.

„Ég er samningsbundinn Borussia Mönchengladbach fram á næsta sumar en ég hef sagt það áður að ég er tilbúinn að taka næsta skref á mínum ferli,“ sagði Hazard í samtali við VTM NIEUWS. „Mig langar að prófa eitthvað nýtt og núna er það undir félögunum komið að ná saman.“

„Samningaviðræður taka alltaf einhvern tíma en Mönchengladbach og Dortmund ræða nú saman. Ég er búinn að ná saman við Dortmund þannig að þetta er ekki lengur í mínum höndum. Þegar félögin hafa komist að samkomulagi sem hentar öllum ættu félagaskiptin að ganga í gegn,“ sagði Hazard.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert