Knattspyrnukonan Anna Björk Kristjánsdóttir verður áfram í herbúðum PSV Eindhoven á næstu leiktíð en þetta staðfesti félagið á Twitter-síðu sinni í dag. Anna Björk skrifaði undir árs framleningu við PSV í dag en fyrrverandi samningur hennar átti að renna út eftir þetta tímabil.
Anna Björk gekk til liðs við hollenska úrvalsdeildarfélagið í byrjun árs en hún kom til félagsins frá sænska liðinu Limhamn Bunkeflo þar sem hún spilaði á árunum 2017 og 2018. Þessi 29 ára gamli miðvörður á að baki 42 leiki fyrir A-landslið Íslands.
Hún hefur spilað með KR og Stjörnunni hér á landi en hún hélt í atvinnumennsku árið 2016. Lokaleikur PSV á tímabilinu fer fram á föstudaginn þegar liðið sækir Zwolle heim í hollensku úrvalsdeildinni en Anna Björk hefur komið við sögu í fimm leikjum með liðinu á tímabilinu þar sem hún hefur skorað tvö mörk.