Afar mikilvægur sigur Rúnars

Rúnar Alex Rúnarsson
Rúnar Alex Rúnarsson AFP

Rúnar Alex Rúnarsson stóð á milli stanganna hjá Dijon sem vann afar mikilvægan 2:1-sigur á Strasbourg í frönsku 1. deildinni í fótbolta í dag. Sigurmarkið kom í uppbótartíma. 

Með sigrinum fór Dijon upp í 31 stig, þegar tvær umferðir eru eftir af deildinni. Liðið er tveimur stigum frá öruggu sæti, en útlitið hefði verið dökkt, hefði Dijon ekki tekist að vinna í dag. 

Dijon bíður afar erfitt verkefni í næstu umferð, en liðið mætir þá frönsku meisturunum í PSG á útivelli.

Dijon fær svo Toulouse í heimsókn í síðustu umferðinni og þarf liðið á stigum að halda til að eiga möguleika á að spila í efstu deild á næstu leiktíð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert