Hjörtur Hermannsson og samherjar hans í Bröndby tryggðu sér í dag sæti í umspili um sæti í Evrópudeildinni í fótbolta á næsta tímabili með 2:0-útisigri á OB í lokaumferð dönsku deildarinnar.
Hjörtur lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Bröndby, sem hafnaði í fjórða sæti deilarinnar. Meistarar FC Kaupmannahafnar fara í Meistaradeildina og Midtjylland og Esbjerg eru búin að tryggja sér sæti í Evrópudeildinni.
Bröndby mætir annað hvort AGF eða Randers í einum úrslitaleik um síðasta danska sætið í Evrópudeildinni.