Rúnar fagnaði sigri í Meistaradeildinni

Rúnar Már Sigurjónsson með treyju Astana
Rúnar Már Sigurjónsson með treyju Astana Ljósmynd/Astana

Rúnar Már Sigurjónsson og samherjar hans í Astana frá Kasakstan fögnuðu 1:0 sigri gegn rúmenska liðinu CFR Cluj í fyrri leik liðanna í 1. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu en leikið var á heimavelli Astana.

Rúnar lék allan tímann á miðjunni en sigurmarkið skoraði Evgeniy Postnikov á 68. mínútu leiksins, upp úr hornspyrnu sem Rúnar tók.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert