Gerard Piqué miðvörður Spánarmeistara Barcelona í knattspyrnu hefur verið dæmdur til að greiða skattaskuldir og sekt en hann er einn fjölmargra knattspyrnumanna á Spáni sem spænsk skattayfirvöld hafa rannsakað fyrir brot á skattgreiðslum.
Æðsti dómstóll á Spáni komst að þeirri niðurstöðu að Piqué hafi gerst brotlegur á árunum 2008-10 og hefur dæmt hann til að greiða 2,1 milljón evra í skattaskuldir og sekt en upphæðin jafngildir tæpum 300 milljónum króna. Piqué er sakaður um að komist hjá því að greiða skatta af tekjum sínum sem hann fékk fyrir að selja ímyndarétt á árunum 2008, 2009 og 2010.
Eiginkona Piqué, kólumbíska poppstjarnan Shakira, hefur einnig verið til rannsóknar fyrir meint skattsvik á Spáni en hún hefur neitað því að hafa gert eitthvað rangt.
Stórstjörnunnar Lionel Messi og Cristiano Ronaldo eru meðal þeirra knattspyrnumanna sem hafa á síðustu árum verið dæmdir fyrir skattsvik á Spáni.