Viðar Örn hetjan með fyrsta markinu

Viðar Örn Kjartansson.
Viðar Örn Kjartansson. mbl.is/Arnþór

Viðar Örn Kjartansson, landsliðsmaður í knattspyrnu, skoraði í kvöld sitt fyrsta mark fyrir nýja lið sitt Rubin Kazan þegar hann tryggði liðinu 1:0-sigur gegn Akhmat Grozní í rússnesku úrvalsdeildinni.

Viðar Örn, sem var lánaður til Rubin frá Rostov á dögunum, byrjaði á bekknum í kvöld í sínum öðrum leik með liðinu eftir að hafa farið beint í byrjunarliðið í síðustu viku. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Viðar inn á í hálfleik og skoraði fyrsta mark sitt fyrir félagið á 73. mínútu og breytti stöðunni í 1:0. Það reyndist sigurmark leiksins.

Rubin Kazan er með sjö stig eftir þrjá leiki í rússnesku úrvalsdeildinni, eins og Rostov. Aðeins Zenit frá Pétursborg hefur byrjað tímabilið betur og er með fullt hús stiga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert