María er fótbrotin

María Þórisdóttir.
María Þórisdóttir. AFP

Norska landsliðskonan María Þórisdóttir, sem leikur með enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea, er með brotið bein í fæti og verður frá keppni næstu vikurnar.

María, sem er dóttir Þóris Hergeirssonar þjálfara norska karlalandsliðsins í handbolta, birti mynd af sér á instagram-síðu sinni þar sem hún liggur í sófanum með gips á fætinum að fylgjast með liði sínu í leik á móti West Ham í gær.

María fer til sérfræðings í dag þar sem meiðslin verða til frekari skoðunar.

„Það er erfitt að segja neitt meira um hversu alvarlegt þetta er fyrr en það er búið skoða þetta,“ segir Terje Skeie fjölmiðlafulltrúi norska landsliðsins í viðtali við norska ríkisútvarpið.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert