Jökull hjá Reading til 2022

Jökull Andrésson ánægður með nýja samninginn.
Jökull Andrésson ánægður með nýja samninginn. Ljósmynd/Reading

Markmaðurinn Jökull Andrésson skrifaði í dag undir nýjan samning við enska knattspyrnufélagið Reading. Gildir samningurinn til 2022. Jökull gekk ungur í raðir Reading og skrifaði hann undir sinn fyrsta atvinnumannasamning er hann varð 17 ára gamall á síðasta ári. 

Jökull spilaði sína fyrstu leiki í meistaraflokki er hann var lánaður til Hungerford Town í F-deild Englands á síðustu leiktíð. Þar spilaði hann fimm leiki, en sneri aftur til Reading eftir að hann meiddist alvarlega. 

Þrátt fyrir að vera aðeins átján ára, hefur Jökull spilað með U23 ára liði Reading á tímabilinu og hefur hann einu sinni haldið hreinu í fimm leikjum. Jökull spilaði með aðalliði Reading á undirbúningstímabilinu og er þriðji markmaður aðalliðsins. 

Á heimasíðu Reading er greint frá að Jökull sé í miklum metum hjá félaginu og jákvæða og góða nærveru á æfingasvæðinu. 

Jökull er aðalmarkmaður U19 ára landsliðsins sem tryggði sér sæti í milliriðli í undankeppni EM með sigrum á Grikklandi og Albaníu. 

Jökull Andrésson í leik með Reading.
Jökull Andrésson í leik með Reading. Ljósmynd/Reading
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert