Ari tilbúinn eftir vetrarfríið

Ari Freyr Skúlason
Ari Freyr Skúlason mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ari Freyr Skúlason, landsliðsmaður í knattspyrnu, missti í gærkvöld af sínum fimmta leik í röð með belgíska félaginu Oostende þegar það mætti Mechelen í A-deildinni þar í landi. Ari meiddist í landsleik gegn Moldóvu í nóvember.

Meiðslin tóku sig upp gegn Club Brugge skömmu síðar og hefur hann frá þeim tíma ekki spilað fjóra leiki í deildinni og einn í bikarkeppninni með liðinu. Hann hafði fram að því spilað fimmtán af fyrstu sextán leikjunum í deildinni, alla í byrjunarliðinu, og skorað tvö mörk.

Ari sagði við Morgunblaðið í gær að hann hefði fengið stóra rifu á lærvöðva og slík meiðsli þýddu fjögurra til sex vikna fjarveru. „Ég tek ekki neina áhættu með því að spila síðasta leikinn fyrir frí,“ sagði Ari sem verður því ekki heldur með þegar Oostende sækir Charleroi heim í deildinni 27. desember. Eftir það er rúmlega þriggja vikna vetrarfrí í deildinni og Ari reiknar með því að vera klár í slaginn á ný 18. janúar en þá á Oostende heimaleik gegn Waasland-Beveren. vs@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert