Ragnar óvænt án félags

Ragnar Sigurðsson hefur sagt skilið við Rostov.
Ragnar Sigurðsson hefur sagt skilið við Rostov. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ragnar Sigurðsson, landsliðsmaður í fótbolta, er óvænt án félags eftir að hann og Rostov frá Rússlandi komust að samkomulagi um starfslok. Rússneskir miðlar greina frá í dag. 

Ragnar gekk í raðir Rostov frá Fulham árið 2018 og lék yfir 50 leiki með liðinu og var fyrirliði þess um tíma. Samningur hans gilti til næsta sumars. 

Miðvörðurinn þekkir vel til rússneska fóboltans en hann hefur einnig leikið með Krasnodar og Rubin Kazan. 

Ragnar er 33 ára og og hefur skorað fimm mörk í 94 landsleikjum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert