Enskt úrvalsdeildarfélag kaupir Njarðvíking

Pálmi Rafn Arinbjörnsson er orðinn leikmaður Wolves.
Pálmi Rafn Arinbjörnsson er orðinn leikmaður Wolves. Ljósmynd/Wolves

Enska knattspyrnufélagið Wolverhampton Wanderers hefur fest kaup á markmanninum efnilega Pálma Rafni Arinbjörnssyni frá Njarðvík. Pálmi er fæddur árið 2003 og hefur leikið með 15, 16 og 17 ára landsliðum Íslands. 

Pálmi hefur enn ekki leikið fyrir Njarðvík, en Wolves hefur fylgst með honum í nokkurn tíma. Æfði hann með enska liðinu síðasta sumar og voru menn greinilega hrifnir af því sem Njarðvíkingurinn hafði fram að færa. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert