Frederik Schram til Lyngby

Frederik Schram skrifaði undir samning við Lyngby sem gildir út …
Frederik Schram skrifaði undir samning við Lyngby sem gildir út tímabilið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Frederik Schram, einn af landsliðsmarkvörður Íslands undanfarin ár, er genginn til liðs við danska knattspyrnufélagið Lyngby en þetta staðfesti félagið á heimasíðu sinni í dag. Lyngby skrifar undir samning við danska úrvalsdeildarliðið sem gildir út leiktíðina.

Samningur Frederiks við SønderjyskE rann út um áramótin en markmaðurinn eyddi fyrri hluta tímabilsins á láni hjá Lyngby og hann þekkir því vel til hjá félaginu. Lyngby er í áttunda sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 28 stig eftir 20 leiki.

Frederik var ekki í stóru hlutverki hjá Lyngby fyrir áramót en hann var varamarkvörður fyrir Thomas Mikkelsen. Frederik byrjaði aðeins einn leik með liðinu fyrir áramótin en það var í danska bikarnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert