Elías Már í liði vikunnar (myndskeið)

Elías Már Ómarsson hefur skorað sjö mörk í hollensku B-deildinni …
Elías Már Ómarsson hefur skorað sjö mörk í hollensku B-deildinni á tímabilinu. Ljósmynd/Excelsior

Elías Már Ómarsson átti stórleik fyrir Excelsior þegar liðið sótti Helmond Sport heim í hol­lensku B-deild­inni í knattspyrnu á föstudaginn síðasta. Leiknum lauk með 4:1-sigri Excelsior en Elías Már skoraði tvö mörk í leiknum og lagði upp eitt.

Íslenski sóknarmaðurinn var í byrjunarliði Excelsior í leiknum og lék allan leikinn en hann hefur nú skorað sjö mörk í deildinni á tímabilinu. Excelsior er í sjöunda sæti deildarinnar með 40 stig en frammistaða Elíasar gegn Helmond Sport tryggði honum sæti í liði vikunnar í hollensku B-deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert